Diamond Touch Luxury vörumerkið var búið til fyrir viðskiptavini sem gera miklar kröfur. Eftir margra ára vinnu er okkur kleift að framleiða mjög tæknilega og háþróaða vöru sem hefur nokkur einkaleyfi á tækni.
Við getum leyft okkur að vera djörf og segja að við bjóðum uppá eitt virkasta keratín í heiminum – með ósviknum ögnum af demöntum.
Diamond Keratin í hæsta gæðaflokki einkennist af:
- demants ögnum, sem styrkja að fullu áhrif meðferðarinnar, gefur glans og ljóma í hárið (demantur endurspeglar ljósið frá mismunandi sjónarhornum!)
- eina keratínið á markaðnum, sem hefur einkaleyfi á og inniheldur tækni sem verndar hárið til lengri tíma eftir meðhöndlun (Vörn gegn því að hárið verði brothætt og slitni).
- gel áferð, sem fullkomlega sameinast hárinu, sérstaklega í ljósu og aflituðu hári.
- tilvalið fyrir allar hárgerðir
- mikil virkni.
Diamond Touch Luxury línan, hefur sem viðbót hágæða hársnyrtivörur til notkunar heima fyrir.
Eiginleikar okkar eru Uppfinning, Gæði, Virðing.
Algengar spurningar
- Hvað er Diamond Touch Lúxus hár slétti-og næringarmeðferð?
Diamond Touch Lúxus meðferð fullkomlega sléttir, mýkir, nærir og endurnýjar hárið. Meðferðin er hentug fyrir allar hárgerðir, þar með talið ljóst litað eða aflitað hár.
- Hefur Diamond Touc Luxury meðferðin áhirf á litinn á hárinu á mér?
Meðferðin sjálf hefur engin áhrif á hárlitinn. Hins vegar skaltu bíða með það í 2 vikur frá keratín meðferð að lita hárið eða lýsa það.
- Hvernig er virkni Diamond Touch Luxury?
Diamond keratín er mjög skilvirkt efni vegna geleiginleika þess. Meðal noktun á efninu er 40-50 gr í meðferð. Þetta fer þó algerlega eftir þykkt og sídd hársins.
- Hentar meðferðin ófrískum konum eða börnum?
Ekki er mælt með Keratín meðferð fyrir ófrískar konur eða börn yngri en 16 ára, en nauðsynlegt er að koma með samþykki forráðaraðila fyrir yngri en 18 ára.
- Hvernig hugsa ég um hárið mitt eftir Keratín meðferð?
Til þess að viðhalda áhrifum meðferðarinnar eins lengi og mögulegt er ættir þú að nota Diamond Touch Luxury Series sjampó og næringu heima fyrir.
- Hversu löngu eftir meðferð má ég þvo á mér hárið?
Hárið á að þvo 48-72 klst eftir meðferð.
- Hvað er svona einstakt við Diamond keratín meðferð?
Diamond Keratín inniheldur demantsagnir sem hámarkar árangur meðferðarinnar og gefur hárinu einstakan ljóma. Að auki inniheldur keratínið einkaleyfisbundna hárverndar tækni. Þessi tækni verndar hárið gegn utanaðkomandi skemmdum, sliti og kemur í veg fyrir að það brotni. Diamond keratínið hefur gel áferð sem dreifist vel og sameinast hárinu og er sérstaklega gott fyrir ljóst og aflitað hár.
- Hversu lengi endist meðferðin?
Áhrifin geta varað í allt að 4-6 mánuði með réttri umhirðu eftir meðferð.
Diamond Touch Luxury Súlfat Free Shampoo
Sjampó hannað fyrir viðkvæmt og efnameðhöndlað hár. Þetta sjampó hreinsar hárið og hársvörðin varlega og án þess að þurrka það eða valda pirringi í viðkvæmri húð. Sjampóið inniheldur ekki brennistein, þurrkandi sápu eða önnur efni sem gæti valdið ertingu eða skemmdum á uppbyggingu hársins. Sjampóið inniheldur eingöngu náttúruleg hreinsiefni, svo sem trjábarkar þykkni, yuccu safa (kaktus) og extra fínofin sojaprótín. Samsetning þessara efna hreinsar hárið varlega en á áhrifaríkan hátt. Sjampóið hentar öllum hárgerðum, einnig lituðu. Hentar sérstaklega vel fyrir hár sem hefur fengið keratín meðferð.
Diamond Touch Luxury Conditioner
rakagefandi, formaldehýðfrí næring, með lágu pH-gildi – sérstaklega hönnuð til að vinna með virkni Diamond Touch Luxury Sjampói. Hárnæringin inniheldur sérstaklega valin rakagefandi efni eins og nærandi keratínpóteini og sojabaunaolíu til að tryggja djúpa og áhrifaríka næringu fyrir hárið. Næringin inniheldur hitavörn fyrir notkun hárblásara, krullujárns og sléttijárns. Mælt með fyrir daglega eða reglulega notkun, sérstaklega fyrir hár sem hefur fengið keratín meðferð sérstaklega með Diamond Touch Luxury keratíni.